Jakasel 33
Verknúmer : BN042399
636. fundur 2011
Jakasel 33, br. á fyrri samþykkt
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN041456, m.a. á að loka útgöngudyrum úr kjallara, loka dyrum á útigeymslu undir sólpalli og opna milli kjallara og útigeymslu á einbýlishúsinu á lóð nr. 33 við Jakasel.
Bréf RVK Ráðgjafar f.h. umsækjenda dags. 16. desember 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Þær breytingar sem sótt er um lúta að lokun útgönguleiða úr kjallara hússins í því skyni að lækka fjárhæð gatnagerðisgjalds og þeim húshluta. Í 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Reykjavík nr. 725/2007 eru taldar undantekningar frá greiðslu gatnagerðagjalds. Þar segir í lið a) Af kjallararýmum íbúðarhúss skal greiða 25% af venjulegu gatnagerðagjaldi en sé rýmið gluggalaust og aðeins gengt í það innan frá. Sú breyting sem sótt er um breytir því ekki fjárhæð gatnagerðagjalds. Umsækjanda er hér með bent á að hægt er að semja um greiðslu gatnagerðagjalds og er það á verksviði skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs. Jafnframt skal ítrekað að embætti byggingarfulltrúa gerir kröfur til þess að málinu verði lokið þannig að ekki þurfi að koma til beitingar þvingunarúrræða vegna þess.
616. fundur 2010
Jakasel 33, br. á fyrri samþykkt
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN041456, m.a. á að loka útgöngudyrum úr kjallara, loka dyrum á útigeymslu undir sólpalli og opna milli kjallara og útigeymslu á einbýlishúsinu á lóð nr. 33 við Jakasel.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi geri nákvæma grein fyrir fyrirætlun sinni.