Ferjuvogur 2 - Gnoðarvogur 43
Verknúmer : BN042398
615. fundur 2010
Ferjuvogur 2 - Gnoðarvogur 43, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Ferjuvogur 2, Gnoðarvogur 43 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 1. des. 2010. Breytingin í megindráttum er að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir. Breytingin fellst nánar í því að fyrst er 38 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Karfavog 26-28 (sem þegar hefur fengið þessa stækkun), síðan er 6 m2 bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), og þá er allri lóðinni skipt í tvær lóðir, Ferjuvogur 2 (landnr. 105399, staðgreinir 1.440.101) sem verður 11248 m2 og í Gnoðarvog 43, ný lóð (landnr. 219761, staðgreinir 1.440.301) sem verður 13389 m2. Samanber samþykkt borgarráðs um deiliskipulagsbreytingu, dagsett 30. sept. 2004 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dagsett 20. okt. 2004. Samanber samþykkt borgarráðs, dagsett 4. júní 2009, og auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. sept. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.