Laugavegur 90
Verknúmer : BN041981
601. fundur 2010
Laugavegur 90, afmá lóð
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa að breyta skráningu lóðarinnar Laugavegur við nr. 90. Samkvæmt deiliskipulagi samþykktu 30. apríl 2001 fyrir reit 1.174.3 voru lóðirnar að Laugavegi 86-94 sameinaðar í eina lóð og lóðin "Laugavegur 90" felld niður og sameinuð lóðinni að Laugavegi 86-94. Á lóðinni Laugavegur við nr. 90 stóð spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur sem búið er að fjarlægja.
Þess er óskað að lóðin Laugavegur við nr. 90, landnr. 101655, stærð 53 m2, verði felld af skrám Fasteignamats ríkisins enda er búið að sameina hana lóðinni Laugavegur 86-94, landnr. 198716, stærð 2.613 m2.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.