Álfheimar 2-6

Verknúmer : BN041724

596. fundur 2010
Álfheimar 2-6, (fsp) nr 2. bæta við hæð
Spurt er hvort byggja megi aðra hæð ofan á suðurálmu verslunarhússins á lóð nr. 2 við Álfheima.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15.júlí 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2010.


310. fundur 2010
Álfheimar 2-6, (fsp) nr 2. bæta við hæð
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júní 2010 þar sem spurt er hvort byggja megi aðra hæð ofan á suðurálmu verslunarhússins á lóð nr. 2 við Álfheima. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2010.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
Samþykki lóðarhafa liggi við afgreiðslu málsins.


308. fundur 2010
Álfheimar 2-6, (fsp) nr 2. bæta við hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júní 2010 þar sem spurt er hvort byggja megi aðra hæð ofan á suðurálmu verslunarhússins á lóð nr. 2 við Álfheima.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

593. fundur 2010
Álfheimar 2-6, (fsp) nr 2. bæta við hæð
Spurt er hvort byggja megi aðra hæð ofan á suðurálmu verslunarhússins á lóð nr. 2 við Álfheima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.