Eyjabakki 18-32

Verknúmer : BN041165

579. fundur 2010
Eyjabakki 18-32, reyndarteikningar og klæðning
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum v/eignaskiptasamnings og til að klæða suðurgafla, suðurhlið, austurhlið og austurhlið vesturálmu með sléttri álklæðningu festa á leiðarkerfi úr áli einangrað með steinull á fjölbýlishúsið á lóð nr. 18-32 við Eyjabakka.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. júní 2009 og 8. mars. 2010 með ljósmyndum fylgir.
Fundargerð húsfélagsins Eyjabakka 18-32 dags. 16. júní 2009.
Gjald kr. 7.700

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


577. fundur 2010
Eyjabakki 18-32, reyndarteikningar og klæðning
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum v/eignaskiptasamnings og til að klæða suðurgafla, suðurhlið, austurhlið og austurhlið vesturálmu með sléttri álklæðningu festa á leiðarkerfi úr áli einangrað með steinull á fjölbýlishúsið á lóð nr. 18-32 við Eyjabakka.
Umsögn Burðarvirkishönnuðar dags. 24. júní 2009.
Fundargerð húsfélagsins Eyjabakka 18-32 dags. 16. júní 2009.
Gjald kr. 7.700

Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
Ekki hefur verið sýnt fram á að klæðning húss sé nauðsynleg. Umsækjendum er bent á að leita álits kærunefndar fjöleignahúsamála um hvort samþykki meðeigenda sé fullnægjandi. Að því áliti fengnu getur byggingarfulltrúi tekið málið til frekari afgreiðslu.