Templarasund 3

Verknúmer : BN041004

574. fundur 2010
Templarasund 3, Kirkjutorg 4 breyta gluggum, svalir, klæðning
Sótt er um leyfi til að klæða norðurhlið að utan með bárujárni, breyta gluggum og setja svalir á norðurhlið, 2. og 3. hæðar, sbr. erindi BN036249 dags. 26.2. 2008, húss á lóð nr. 4 við Kirkjutorg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 25. okt. 2007 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. janúar 2008 fylgja erindinu.
Stækkun svalir 19,2 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Athygli umsækjanda er vakin á þeim atriðum sem fram koma í umsögnum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur og taka verður tillit til við framkvæmd verksins.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.