Laufásvegur 2

Verknúmer : BN040810

570. fundur 2010
Laufásvegur 2, (fsp) breyta verslun í kaffihús
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitinga-/kaffihús án vínveitinga í verslunarhúsinu á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. jan. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum. Sé um breytingar á húsinu að ræða þarf að sækja um byggingarleyfi þar sem flokkur veitingahúss er tilgreindur og fylgja skal umsókninni umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur . Veitingastaður í flokki III þarfnast sérstakrar umfjöllunar vegna hljóðvistar.


286. fundur 2010
Laufásvegur 2, (fsp) breyta verslun í kaffihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitinga-/kaffihús án vínveitinga í verslunarhúsinu á lóð nr. 2 við Laufásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 7. janúar 2010.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagstjóra.

569. fundur 2009
Laufásvegur 2, (fsp) breyta verslun í kaffihús
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitinga-/kaffihús án vínveitinga í verslunarhúsinu á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.