Hafnarstræti 20/Læk5

Verknúmer : BN040472

559. fundur 2009
Hafnarstræti 20/Læk5, breyting á 4. hæð
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi flokkun veitingahúss jákv. fsp. dags. 22. september 2009, yfirlýsing eiganda fasteignar dags. 5. október 2009 og yfirlýsing hönnuðar varðandi hljóðvist, sérnot af sorpgeymslu á 1. hæð og flóttasvalir dags. 9. október 2009.
Einnig fylgir yfirlýsing varðandi hljóðvist frá Verkfræðistofunni Önn ehf dags. 16. október 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Bókun byggingarfulltrúa:
Þinglýsa skal yfirlýsingu fyrir útgáfu á byggingarleyfinu þess efnis að árið 2008 var samþykkt leyfi til þess að breyta efstu hæð hússins Hafnarstræti 20 í sýningarsal og kynningarsal (gestastofu) vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurbakka. Þá voru m.a. samþykktar flóttasvalir og hringstigi frá þeim niður á Lækjartorg. Hvortveggja er utan lóðar Hafnarstrætis 20.
Samþykkt þessi gildir til júlí 2011.
Verði ekki um framlengingu leyfisins fyrir flóttasvölum og hringstiga að ræða af hálfu borgaryfirvalda eru forsendur fyrir rekstri veitingastaðarins samkvæmt samþykkt nú brostnar.
Á húseigandi, umsækjandi eða aðrir sem síðar kunna að eignast húsnæðið eða rekstur í því ekki neinar kröfur sem neinu nafni nefnast á hendur Reykjavíkurborgar vegna þessa. Enda voru þeir upplýstir um stöðu mála meðan á umsóknarferli stóð nú.
Yfirlýsingin skal undirrituð af húseiganda og eigendum veitingarekstursins.


558. fundur 2009
Hafnarstræti 20/Læk5, breyting á 4. hæð
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi flokkun veitingahúss og jákv. fsp. dags. 22. september 2009.
Ennfremur fylgir yfirlýsing eiganda fasteignar dags. 5. október 2009 og yfirlýsing hönnuðar varðandi hljóðvist, sérnot af sorpgeymslu á 1. hæð og flóttasvalir
dags. 9. október 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


556. fundur 2009
Hafnarstræti 20/Læk5, breyting á 4. hæð
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi flokkun veitingahúss og jákv. fsp. dags. 22. september 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.