Bergstaðastræti 48
Verknúmer : BN040432
564. fundur 2009
Bergstaðastræti 48, breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í skrifstofurými 0102, til að breyta eignarhaldi á svölum og til að gera dyr út á svalir á bakhlið 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 48 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir viðauki við eignaskiptasamning dags. 11. september 2009.
Jafnframt er erindi BN036934 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
556. fundur 2009
Bergstaðastræti 48, breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í skrifstofurými 0102, til að minnka glugga að götu og til að gera dyr út á svalir á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 48 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir viðauki við eignaskiptasamning dags. 11. september 2009.
Jafnframt er erindi BN036934 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.