Sjafnarbrunnur 11-19
Verknúmer : BN040273
549. fundur 2009
Sjafnarbrunnur 11-19, fella úr gildi byggingarleyfi BN037345
Sótt er um að fella úr gildi byggingarleyfi BN037345 sem gefið var út þann 9. maí 2008 til þess að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum múrhúðað og klætt timburklæðningu að hluta, íbúðirnar eru með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæð á lóðinni nr 11 - 19 við Sjafnarbrunn.
Stærðir: 1. hæð 590,8 ferm, 2. hæð 520,4 ferm. samtals 1.111,2 ferm., 3.740,5 rúmm.
Gjald kr. 310.500 kr úttektargjöld.
Málinu fylgir bréf Valtýrs T. Harðarsonar dags. 30. júlí 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
samþykkt að fella byggingarleyfi BN037345 úr gildi og endurgreiða úttektargjöld að upphæð kr. 310.500 ásamt lágmarksgatnagerðargjaldi, enda hafi gjöldin ekki þegar verið endurgreidd.