Kvistaland 1-7
Verknúmer : BN039749
536. fundur 2009
Kvistaland 1-7, nr. 1 viðbygging og breytingar
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN038904, þar sem breytt er innra skipulagi og lóð einbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
253. fundur 2009
Kvistaland 1-7, nr. 1 viðbygging og breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland. Sbr. BN038904 samþ. 14. okt. 2008. Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Stækkun: 1. hæð 102,6 ferm., kjallari 12,3 ferm.
Samtals stækkun 114,9 ferm., 387,2 rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 412,6 ferm. og 1.717,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 29.814
Frestað.
535. fundur 2009
Kvistaland 1-7, nr. 1 viðbygging og breytingar
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN039848, þar sem breytt er innra skipulagi og lóð einbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu
534. fundur 2009
Kvistaland 1-7, nr. 1 viðbygging og breytingar
Sótt er um leyfi til að breyta og byggja við einbýlishúsið nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland. Sbr. BN038904 samþ. 14. okt. 2008. Þar með fellur takmarkað byggingarleyfi BN039848 dags. 6. feb. 2009 úr gildi.
Stækkun: 1. hæð 102,6 ferm., kjallari 12,3 ferm.
Samtals stækkun 114,9 ferm., 387,2 rúmm.
Heildarstærðir húss eftir stækkun: 412,6 ferm. og 1.717,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 29.814
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.