Heiðarbær 17
Verknúmer : BN039115
513. fundur 2008
Heiðarbær 17, (fsp) niðurrif og uppbygging
Spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. nóvember 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað og í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Berist tillaga af deiliskipulagsbreytingu verður hún grenndarkynnt.
232. fundur 2008
Heiðarbær 17, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. nóvember 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnaði, þó með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
512. fundur 2008
Heiðarbær 17, (fsp) niðurrif og uppbygging
Spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.