Kárastígur 1

Verknúmer : BN039106

516. fundur 2008
Kárastígur 1, breytingar á innra rými, reykrör utanhúss
Sótt er um leyfi til að breyta rýmisnúmerum, notkun á innra rými og húsnæði á 1. hæð í kaffihúsi og kaffibrennslu og leyfi fyrir uppsetningu reykrörs frá 1. hæð upp fyrir þak húss á lóð nr. 1 við Kárastíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda hússins. Einnig teikning verkfræðings, sem sýnir loftræsingu.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.


515. fundur 2008
Kárastígur 1, breytingar á innra rými, reykrör utanhúss
Sótt er um leyfi til að breyta rýmisnúmerum, notkun á innra rými og húsnæði á 1. hæð í kaffihúsi og kaffibrennslu og leyfi fyrir uppsetningu reykrörs frá 1. hæð upp fyrir þak húss á lóð nr. 1 við Kárastíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda hússins. Einnig teikning verkfræðings, sem sýnir loftræsingu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.


512. fundur 2008
Kárastígur 1, breytingar á innra rými, reykrör utanhúss
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta, breyta notkun á innra rými og húsnæði á 1. hæð í kaffihús og kaffibrennslu og fyrir uppsetningu reykrörs frá 1. hæð upp fyrir þak húss á lóð nr. 1 við Kárastíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda hússins. Einnig teikning verkfræðings, sem sýnir loftræsingu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.