Lækjartorg

Verknúmer : BN038696

499. fundur 2008
Lækjartorg, lögreglustöð
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi vegna lögreglustöðvar á Lækjartorgi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. júlí 2008 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra skal haft samráð um litaval og staðsetningu.
Húsið skal málað í koksgráum lit, þ.e. þak og útveggir.


217. fundur 2008
Lækjartorg, lögreglustöð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. júlí 2008 þar sem sótt er um tímabundið stöðuleyfi vegna lögreglustöðvar á Lækjartorgi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við staðsetningu smáhýsis í tilraunaskyni á Lækjartorgi til að hýsa aðstöðu fyrir lögreglu í 3 vikur. Hafa skal samráð við skipulags- og byggingarsvið vegna útlits smáhýsisins og endanlegrar staðsetningar á torginu.

498. fundur 2008
Lækjartorg, lögreglustöð
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi vegna lögreglustöðvar á Lækjartorgi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.