Hólmgarður 17
Verknúmer : BN038453
495. fundur 2008
Hólmgarður 17, endurn. byggingarl.og viðbygging
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfum frá 13. október 1994 BN007156 og BN007157 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, að því viðbættu er sótt um leyfi fyrir staðsteyptri tveggja hæða viðbyggingu við suðurhlið og einnar hæða viðbyggingu við norðurhlið ásamt staðsteyptum útigeymslum á norðurenda lóðar fjölbýlishússins á lóð nr. 17-19 við Hólmgarð.
Bréf lóðarhafa dagsett móttekið 31. júlí 2006. Samþykki meðlóðarhafa dags. 7. maí 2008.
Stærðir: Útigeymsla 22,8 ferm, 68,2 rúmm.
Stækkun íbúðar 37,7 ferm. 102,6 rúmm.
Samtals 60,5 ferm, 170,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 12.468
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að framkvæmd sé samtímis á nr. 19.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.