Barmahlíð 54

Verknúmer : BN038238

489. fundur 2008
Barmahlíð 54, (fsp) girðing á bílskúr
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir handriði á þaki bílgeymslu
ásamt tengingu inn á svalir 1. hæðar með brú og tröppum niður í garð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. maí 2008 fylgir erindinu ásamt bréfi Löggarðs ehf, dags. 19. maí 2008.
Samkvæmt umsögn skipulagsstjóra er tekið jákvætt undir fyrirspurnina enda liggi fyrir samþykki nágranna í Barmahlíð 52.
Fyrir liggur bréf lögmanns eigenda Barmahlíðar 52. Þar kemur fram algjör andstaða við erindið.
Í þvi ljósi er ekki unnta að samþykkja umsókn um byggingarleyfi, verði hún lögð fram.
Er fyrirspyrjanda uppálagt að framvísa samþykki eigenda Barmahlíðar 52 innan 14 daga. Verði það ekki gert mun embætti byggingarfulltrúa halda áfram áður boðuðum aðgerðum.


209. fundur 2008
Barmahlíð 54, (fsp) girðing á bílskúr
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir handriði á þaki bílgeymslu ásamt tengingu inn á svalir 1. hæðar með brú og tröppum niður í garð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 54 við Barmahlíð. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim fyrirvörum að ekki er tekin afstaða til útlits samkvæmt fyrirspurnarteikningum. Útlit handriðs þarf að samræmast byggingarstíl hússins og vinnast í samstarfi við skipulagsstjóra. Samþykki allra meðlóðarhafa skal liggja fyrir þegar sótt verður um byggingarleyfi auk samþykkis lóðarhafa að Barmahlíð 52. Byggingarleyfi verður grenndarkynnt þegar það berst.

208. fundur 2008
Barmahlíð 54, (fsp) girðing á bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir handriði á þaki bílgeymslu ásamt tengingu inn á svalir 1. hæðar með brú og tröppum niður í garð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

488. fundur 2008
Barmahlíð 54, (fsp) girðing á bílskúr
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir handriði á þaki bílgeymslu
ásamt tengingu inn á svalir 1. hæðar með brú og tröppum niður í garð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.