Kleppsvegur 90
Verknúmer : BN037936
486. fundur 2008
Kleppsvegur 90, (fsp) sambýli
Spurt er hvort rífa megi núverandi hús og byggja sambýli geðfatlaðra skv. meðfylgjandi frumdrögum á lóð nr. 90 við Kleppsveg. Meðfylgjandi er útskriftir úr bókum bygginga- og skipulagsfulltrúa.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. apríl 2008 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og að teknu tilliti til umsagnar skipulagsstjóra.
205. fundur 2008
Kleppsvegur 90, (fsp) sambýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2008 þar sem spurt er hvort rífa megi núverandi hús og byggja sambýli geðfatlaðra skv. meðfylgjandi frumdrögum á lóð nr. 90 við Kleppsveg. Meðfylgjandi er útskriftir úr bókum bygginga- og skipulagsfulltrúa. Einnig er lagt fram bréf Gests Ólafssonar dags 1.apríl 2008 f.h. Félagsbústaða, þar sem fram koma frekari upplýsingar varðandi fyrirspurnina og umsögn skipulagsstjóra dags. 4. apríl 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið að teknu tilliti til þeirra skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
204. fundur 2008
Kleppsvegur 90, (fsp) sambýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2008 þar sem spurt er hvort rífa megi núverandi hús og byggja sambýli geðfatlaðra skv. meðfylgjandi frumdrögum á lóð nr. 90 við Kleppsveg. Meðfylgjandi er útskriftir úr bókum bygginga- og skipulagsfulltrúa.
Frestað.
Umsækjandi leggi fram ítarlegri upplýsingar um erindið þ.m.t. töluleg gögn vegna uppbyggingar. Einnig þarf umsækjandi að gera betur grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi þ.m.t. fjölda væntanlegra starfsmanna.
484. fundur 2008
Kleppsvegur 90, (fsp) sambýli
Spurt er hvort rífa megi núverandi hús og byggja sambýli geðfatlaðra skv. meðfylgjandi frumdrögum á lóð nr. 90 við Kleppsveg. Meðfylgjandi er útskriftir úr bókum bygginga- og skipulagsfulltrúa.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.