Skólavörðustígur 42

Verknúmer : BN037496

474. fundur 2008
Skólavörðustígur 42, endurnýjun á byggl. frá 21/11 2006
Sótt er um endurnýjun á byggingleyfi BN034368 dags. 21. nóvember 2006, þar sem veitt var leyfi til þess að byggja við vesturhlið 1. hæðar húss nr. 42 við Skólavörðustíg, fengið var samþykki fyrir þegar innréttuðu gistiheimili á 2. hæð sama húss, að byggja tengibyggingu með gistirýmum að Lokastíg 23 sem einnig verður breytt fyrir gistiheimilið eða samtals 12 gistirými til viðbótar þeim 9 sem samþykkt eru á 3. hæð Skólavörðustígs 42 og minnka áður bílgeymslu við Lokastíg 23 og innrétta fyrir verslunarhúsnæði frá 1. hæð Skólavörðustígs á sameinaðri lóð Skólavörðustígs 42 og Lokastígs 23.
Stærðir: Niðurrif hluta bílgeymslu við Lokastíg 2,3 ferm., 7,2 rúmm. Stækkun 1. hæðar 18,1 ferm., 51,7 rúmm., 2. hæðar 58,8 ferm., 174,7 rúmm. Samtals 76,9 ferm., 231,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 15.762
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.