Langholtsvegur 9

Verknúmer : BN037429

473. fundur 2007
Langholtsvegur 9, endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á BN032666 dags. 15. mars 2006, breytt með BN034827, þar sem veitt var leyfi til að byggja tvílyft fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 9 við Langholtsveg. Húsið verði steypt í einangrunarmót og múrhúðað að utan og innan. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa hús sem fyrir er á lóðinni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2005 fylgir erindinu.
Niðurrif samkv. FMR: 49,2 ferm. og 167 rúmm.
Nýbygging: Kjallari 38,6 ferm., 1. hæð 159,8 ferm., 2. hæð 79,5 ferm., samtasl 277,9 ferm., 841,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 57.236
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.