Hátún 14
Verknúmer : BN035951
447. fundur 2007
Hátún 14, 2 h norð og ofan á vest
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið íþróttahúss fatlaðra, einnar hæða tengigang við 1. hæð austurhliðar, breyta rými við suðvesturhorn 1. hæðar í búningsaðstöðu ásamt ofanábyggingu á vesturhluta húss með nýjum stiga og lyftu við hlið aðalinngangs sem seinni áfanga á lóð nr. 14 við Hátún.
Bréf hönnuðar dags. 8. maí og 5. júní 2007 ásamt umsögn Rb vegna "Lett-Tak" eininga dags. 30. nóvember 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbyggingar samtals 972,5 ferm., 3747,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 254.803
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
443. fundur 2007
Hátún 14, 2 h norð og ofan á vest
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið íþróttahúss fatlaðra, einnar hæða tengigang við 1. hæð austurhliðar, breyta rými við suðvesturhorn 1. hæðar í búningsaðstöðu ásamt ofanábyggingu á vesturhluta húss með nýjum stiga og lyftu við hlið aðalinngangs sem seinni áfanga á lóð nr. 14 við Hátún.
Bréf hönnuðar dags. 8. maí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbyggingar samtals 972,5 ferm., 6868,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 467.078
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.