Gljúfrasel 10
Verknúmer : BN035914
446. fundur 2007
Gljúfrasel 10, (fsp) viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við einbýlishúsið á lóðinni nr. 10 við Gljúfrasel skv. meðfylgjandi skissu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. júní 2007 fylgir erindinu,
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, með vísan til bókunar skipulagsstjóra.
166. fundur 2007
Gljúfrasel 10, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við einbýlishúsið á lóðinni nr. 10 við Gljúfrasel skv. meðfylgjandi skissu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að byggt verði við húsið samkvæmt gildandi deiliskipulagi og innan byggingarreits. Heimilt er að byggja 370 fermetra hús á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi, vegna útfærslu vísast til ákvæða deiliskipulagsins.
443. fundur 2007
Gljúfrasel 10, (fsp) viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við einbýlishúsið á lóðinni nr. 10 við Gljúfrasel skv. meðfylgjandi skissu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.