Sogavegur 174
Verknúmer : BN035783
439. fundur 2007
Sogavegur 174, leiðrétting á bókun
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 26. september 2006 var samþykkt umsókn nr. BN034176 þar sem bókað var að sótt væri um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús ásamt áföstum bílskúr allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi með ljósum steinsalla á lóð nr. 174 við Sogaveg.
Þá láðist að bóka að jafnframt væri sótt um leyfi fyrir niðurrifi á eldra húsi á lóðinni, fastanúmer 203-5858, stærð, geymsla 20,7 ferm., fastanr. 203-5859, bæði byggt 1945.
Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.