Bergstaðastræti 66

Verknúmer : BN035398

432. fundur 2007
Bergstaðastræti 66, endurnýjun á byggingaleyfi frá 25.01.2006
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 25. janúar 2006 þar sem veitt var leyfi til þess að hækka þak á vesturhluta 1. hæðar, byggja kvist á norðaustur- og suðvesturþekju, rífa núverandi skúr á baklóð, byggja viðbyggingu við kjallara á vestari hluta baklóðar og pall að kjallara og 1. hæð suðvesturhliðar einbýlishússins á lóð nr. 66 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2005 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 29. apríl 2005, samþykki eigenda Bergstaðastrætis 64 dags. 24. apríl og innfært 27. apríl 2005 ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. apríl 2005. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif ósamþykktrar skúrbyggingar 30,5 ferm.
Samtals stækkun 58,3 ferm., 127,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.684
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.