Skarfagarðar 2

Verknúmer : BN035193

428. fundur 2007
Skarfagarðar 2, smávörulager BYKO
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindar vörulager ásamt skrifstofum og starfsmannaaðstöðu að mestu á einni hæð allt klætt stálsamlokueiningum á lóð nr. 2 við Skarfagarða.
Brunahönnun VSI dags. 2. janúar 2007, tæknilegar upplýsingar varðandi útveggjaeiningar dags. janúar 2007, samþykki f.h. eigenda Skarfagarða 4 (á teikningu), ódags. minnisblað f.h. Faxaflóahafna og bréf hönnuðar dags. 16. janúar 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Vöruskemma 1. hæð 12627,6 ferm., 2. hæð 2971,6 ferm., samtals 15599,2 ferm., 170063,8 rúmm. Móttökurampar (B-rými) samtals 167,4 ferm., 602,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 11.605.315
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.
Samþykkt takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðugerð.


79. fundur 2007
Skarfagarðar 2, smávörulager BYKO
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindar vörulager ásamt skrifstofum og starfsmannaaðstöðu að mestu á einni hæð allt klætt stálsamlokueiningum á lóð nr. 2 við Skarfagarða.
Brunahönnun VSI dags. 2. janúar 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Vöruskemma 1. hæð 12627,6 ferm., 2. hæð 2971,6 ferm., samtals 15599,2 ferm., 170063,8 rúmm. Móttökurampar (B-rými) samtals 167,4 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.