Suðurlandsv 113453
Verknúmer : BN035170
425. fundur 2006
Suðurlandsv 113453, Geyma þrjú timburhús
Spurt er hvort leyft verði að setja þrjú 112 fermetra timburhús tímabundið til geymslu, eigi lengur en til maí 2007, á lóð í Bakkakoti við Suðurlandsveg.
Beiðni um stöðuleyfi synjað. Samkvæmt þeim gögnum sem beiðninni fylgdu eru þau hús sem sótt erum stöðuleyfi fyrir samtals 336 ferm. Fyrirhuguð staðsetning er innan við 80 m frá Hólmsá. Samkvæmt AR 2001-2024 gr. 3.1.13 er ekki gert ráð fyrir að byggð nær ám og vötnum en 100 m. Þrátt fyrir að beiðnin sé tímabundin er það álit byggingarfulltrúa að staðsetning svo stórra húsaþyrpingar á jafn viðkvæmu svæði samræmist ekki ákvæðum gr. 3.1.13 í AR. Ekki er tekin afstaða til sambrunahættu.
Fyrirspyrjanda er bent á að leita til geymslusvæðisins í Kapelluhrauni vegna málsins.