Laufásvegur 37

Verknúmer : BN034600

506. fundur 2008
Laufásvegur 37, (fsp) niðurrif og nýbygging
Spurt er hvort leyft yrði að rífa einbýlishúsið á lóðinni nr. 37 við Laufásveg, og byggja nýtt hús í staðinn.
Erindi fylgir nú umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. október 2006, umsögn frá Minjasafni Reykjavikur dags. 5. janúar 2007 og bréf eiganda dags. 6. október 2006 og 18. september 2008.
Nei.
Með vísan til umsagna Minjasafns Reykjavíkur, Húsafriðunarnefndar og skipulagsstjóra.


411. fundur 2006
Laufásvegur 37, (fsp) niðurrif og nýbygging
Spurt er hvort leyft yrði að rífa einbýlishúsið á lóðinni nr. 37 við Laufásveg, og byggja nýtt hús í staðinn.
Frestað.
Áður en unnt er að fjalla um erindið skal leggja fram umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur. Athygli er vakin á því að götumynd nýtur verndar.