Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins
Verknúmer : BN034425
64. fundur 2006
Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins, bensínstöð og veitingasala
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með verslun og veitingarsölu sem stálgrindarbyggingu klædda með ljósgráum flísum og skyggni klætt hvítu áli, á til þess afmarkaðri lóð við Hringbraut.
Brunahönnun Línuhönnunar 26. júní 2006, umsögn mengunarvarna Umhverfissviðs Reykjavíkur dags. 28. júlí 2006 og umsögn Umhverfissviðs Reykjavíkur dags. 15. ágúst 2006 fylgja erindinu.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði tölusett nr. 12 við Hringbraut.
Stærð: Verslun m.m. (matshluti 01) 505,3 ferm., 2131,1 rúmm., dæluskyggni (matshluti 02) B-rými 111,8 ferm., 554,7 rúmm., tæknirými við bílaþvottaplan og gasgeymsla (matshluti 03) 9,8 ferm., 17,2 rúmm. og B-rými 9,8 ferm., 12,6 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 04) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 05) 32 ferm., 68,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 06) 4,6 ferm., 5,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 173.606
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsráð beinir því til Framkvæmdasviðs að vinna áfram með lóðarhöfum að umhverfismótun lóðarinnar að borgarlandi.
62. fundur 2006
Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins, bensínstöð og veitingasala
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með verslun og veitingarsölu sem stálgrindarbyggingu klædda með ljósgráum flísum og skyggni klætt hvítu áli, á til þess afmarkaðri lóð við Hringbraut. Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 15. ágúst 2006.
Brunahönnun Línuhönnunar 26. júní 2006, umsögn mengunarvarna Umhverfissviðs Reykjavíkur dags. 28. júlí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Verslun m.m. (matshluti 01) 505,3 ferm., 2030 rúmm., tæknirými við bílaþvottaplan (matshluti 02) 9,8 ferm., 17,2 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 03) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 04) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 05) 6,4 ferm., 11,6 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 06) 4,6 ferm., 5,6 rúmm., dæluskyggni og gasgeymsla (B-rými) 232,9 ferm., 1273,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 208.705
Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra tók sæti á fundinum kl. 9:10. eftir var að afgreiða A-hluta fundargerðar.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Ráðið beinir því til umsækjenda að útlit byggingar taki betur mið af umhverfinu og af ákvæðum gildandi deiliskipulags en í því kemur fram að fella skuli þjónustubyggingu inn í mön.
405. fundur 2006
Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins, bensínstöð og veitingasala
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með verslun og veitingarsölu sem stálgrindarbyggingu klædda með ljósgráum flísum og skyggni klætt hvítu áli, á til þess afmarkaðri lóð við Hringbraut.
Brunahönnun Línuhönnunar 26. júní 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Verslun m.m. (matshluti 01) 505,3 ferm., 2030 rúmm., tæknirými við bílaþvottaplan (matshluti 02) 9,8 ferm., 17,2 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 03) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 04) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 05) 6,4 ferm., 11,6 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 06) 4,6 ferm., 5,6 rúmm., dæluskyggni og gasgeymsla (B-rými) 232,9 ferm., 1273,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 208.705
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.