Fossaleynir 1
Verknúmer : BN033755
392. fundur 2006
Fossaleynir 1, viðb., kvikmyndasalir
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða viðbyggingu ásamt kjallara við Egilshöllina með keilusal á 1. hæð og fjóra kvikmyndasali á 2. hæð viðbyggingar á lóð nr. 1 við Fossaleynir.
Bréf hönnuðar dags. 1. apríl 2006 og bréf framkvæmdaraðila varðandi vinnusvæði dags. 20. mars 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging (matshluti 02) kjallari 3611,4 ferm., 1. hæð 3606,8 ferm., 2. hæð 3.784 ferm., samtals 11002,2 ferm., 81960 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 4.999.609
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. fundur 2006
Fossaleynir 1, viðb., kvikmyndasalir
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við Egilshöllina, á lóðinni nr. 1 við Fossaleynir.
Stærð M.hluti 2: Kjallari 3.611,4 ferm., 1. hæð 3.606,8 ferm., 2. hæð 3.784 ferm. Samtals 11.002,2 ferm., 81.960 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 4.999.609
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Skipulagsráð beinir því til Framkvæmdasviðs að huga að framkvæmd úrbóta í umferðarmálum samkvæmt samþykktu deiliskipulagi samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum við Egilshöll.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.