Háteigsvegur 3
Verknúmer : BN033492
386. fundur 2006
Háteigsvegur 3, takmarkað byggingarleyfi
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 28. febrúar s.l., var lögð fram umsókn Kvikmyndaþýðinga ehf., þar sem sótt var um takmarkað byggingarleyfi fyrir endurnýjun og breytingu á gluggum og svalahurðum, raflagnir, pípulagnir, niðurtekt og klæðningu lofta og uppsetning og frágang milliveggja. Umsóknin var sögð vera fyrir Háteigsveg 1 en átti að vera fyrir Háteigsveg 3, þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
385. fundur 2006
Háteigsvegur 3, takmarkað byggingarleyfi
Ofanritaður sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir endurnýjun og breytingu á gluggum og svalahurðum, raflagnir, pípulagnir, niðurtekt og klæðningu lofta og uppsetning og frágang milliveggja.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.