Skipasund 51

Verknúmer : BN033360

397. fundur 2006
Skipasund 51, stækkun 1. hæðar
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir stækkun á 1. hæð og bílskúr. Áður samþykkt 30. júní 2004.
Jafnframt er umsókn nr. 32097 dregin til baka.

Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


396. fundur 2006
Skipasund 51, stækkun 1. hæðar
Sótt er um leyfi fyrir stækkun 1. hæðar húss og byggja bílgeymslu við húsið á lóðinni nr. 51 við Skipasund.
Stærðir: Stækkun 26,7 ferm., 88,3 rúmm., bílgeymsla 36 ferm og 97,2 rúmm., samtals 62,7 ferm., 185,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 113.155
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.


383. fundur 2006
Skipasund 51, stækkun 1. hæðar
Sótt er um leyfi fyrir stækkun 1. hæðar húss á lóð nr. 51 við Skipasund.
Stærðir: Stækkun 26,7 ferm., 88,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 5.386
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.