Grensásvegur 48

Verknúmer : BN033337

383. fundur 2006
Grensásvegur 48, (fsp) br. anddyri, hjólastólalyfta
Spurt er hvort leyft yrði að breyta stiga að annarri hæð, koma fyrir hjólastólalyftu við stiga, útbúa salerni fyrir fatlaða í tannlæknastofu á annarri hæð og byggja við anddyri hússins á lóðinni nr. 48 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. febrúar 2006.
Tölvubréf hönnuðar dags. 1. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Enda láti fyrirspyrjandi vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.


104. fundur 2006
Grensásvegur 48, (fsp) br. anddyri, hjólastólalyfta
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 07.02.06. Spurt er hvort leyft yrði að breyta stiga að annarri hæð, koma fyrir hjólastólalyftu við stiga, útbúa salerni fyrir fatlaða í tannlæknastofu á annarri hæð og byggja við anddyri hússins á lóðinni nr. 48 við Grensásveg.
Tölvubréf hönnuðar dags. 1. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við erindi. Athygli er vakin á því að samþykki allra lóðarhafa þarf vegna viðbyggingar við anddyri. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

382. fundur 2006
Grensásvegur 48, (fsp) br. anddyri, hjólastólalyfta
Spurt er hvort leyft yrði að breyta stiga að annarri hæð, koma fyrir hjólastólalyftu við stiga, útbúa salerni fyrir fatlaða í tannlæknastofu á annarri hæð og byggja við anddyri hússins á lóðinni nr. 48 við Grensásveg.
Tölvubréf hönnuðar dags. 1. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.