Laugavegur 18B

Verknúmer : BN033043

376. fundur 2005
Laugavegur 18B, Lóðamarkabreyting
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs, Landupplýsingadeildar, dags. 12. desember 2005, að breytingu á lóðamörkum og skiptingu lóðarinnar Laugavegur 18b/Vegamótastígur 7.
Lóðin er 684 ferm., sbr. samþykkt byggingarnefndar dags. 18. febrúar 1955. Tekið af lóðinni við Laugaveg 13 ferm. Tekið af lóðinni við Vegamótastíg 50 ferm. Leiðrétting vegna fermetrabrota 1 ferm. Lóðin verðu 620 ferm.
Lóðin skiptist í tvær lóðir, þannig: Laugavegur 18b verður 427 ferm.
Vegamótastígur 7 verður 193 ferm.
með 3 m kvöð um aðkomu fyrir Laugaveg 18b nyrst á lóðinni.
Ath. Lóðin er talin í fasteignaskrá 621 ferm. Mælingadeildin hefur ekki fundið gögn sem sanna að tekið hafi verið af lóðinni undir götur.
Sjá samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. apríl 2002 og samþykkt borgarráðs 30. apríl 2002.
Sjá ennfremur samþykkt skipulagsráðs 26. janúar 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.