Þvervegur 1-7
Verknúmer : BN033000
385. fundur 2006
Þvervegur 1-7, þjónustubyggingar
Sótt er um leyfi til þess að byggja þjónustubyggingu við Gufuneskirkjugarð með kirkju, kapellu, bænahúsi, bálstofu, líkhúsi og starfsmannaaðstöðu að hluta á tveimur hæðum ásamt einnar hæða erfidrykkjuhúsi allt úr steinsteypu ýmist klætt með grágrýtishleðslu eða hvítmálað á lóð nr. 1-7 við Þverveg.
Sýnd er áfangaskipting framkvæmda.
Jafnframt er erindi 33475 dregið til baka.
Bréf hönnuða og byggingarlýsing dags. 1. desember 2005 og 21. febrúar 2006 ásamt bunahönnun Línuhönnunar dags. 1. desember 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Þjónustuhús (matshluti 01) tæknirými í kjallara 82 ferm., starfsmannahús, líkhús, bálstofa 1. hæð 1554,3 ferm., starfsmannahús 2. hæð 250,8 ferm., athafnarými 2. hæð 1251,6 ferm., bílgeymslur (rafbílar og f. líkhús) 1. hæð 415,5 ferm., samtals 3544,2 ferm., 17345,4 rúmm.
Erfidrykkjuhús (matshluti 02) 540,7 ferm., 2209 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.192.818
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. fundur 2005
Þvervegur 1-7, þjónustubyggingar
Sótt er um leyfi til þess að byggja þjónustubyggingu við Gufuneskirkjugarð með kirkju, kapellu, bænahúsi, bálstofu, líkhúsi og starfsmannaaðstöðu að hluta á tveimur hæðum ásamt einnar hæða erfidrykkjuhúsi allt úr steinsteypu ýmist klætt með grágrýtishleðslu eða hvítmálað á lóð nr. 1-7 við Þverveg.
Bréf hönnuða og byggingarlýsing dags. 1. desember 2005 ásamt bunahönnun Línuhönnunar dags. 1. desember 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Þjónustuhús (matshluti 01) tæknirými í kjallara 79,3 ferm., starfsmannahús, líkhús, bálstofa 1. hæð 1510,6 ferm., starfsmannahús 2. hæð 250,8 ferm., athafnarými 2. hæð 1251,6 ferm., bílgeymslur (rafbílar og f. líkhús) 1. hæð 436,2 ferm., samtals 3528,5 ferm., 18654,6 rúmm.
Erfidrykkjuhús (matshluti 02) 540,7 ferm., 2209 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.189.225
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.