Seljabraut 54

Verknúmer : BN032931

373. fundur 2005
Seljabraut 54, lóðamarkabreyting
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs landupplýsingadeildar, dags. 18. nóvember 2005, að breytingu á lóðamörkum lóðanna nr. 54 við Seljabraut og nr. 62-84 við Seljabraut.
Seljabraut 54: (stgr. 4.970.002)
Lóðin er 3387 ferm., sbr. lóðarsamning dags. 17. október 1976.
Tekið af lóðinni og bætt við Seljabraut 62-84, 36 ferm.
Lóðin verður 3351 ferm.
Seljabraut 62-84: (stgr. 4.970.701):
Lóðin er 4574 ferm., sbr. lóðasamning um Seljabraut 62, dags. 15. desember 1976, Seljabraut 66, dags. 6. júlí 1978, Seljabraut 68, dags. 2. október 1979, Seljabraut 70, dags. 9. nóvember 1977, Seljabraut 72, dags. 14. desember 1976, Seljabraut 74, dags. 15. september 1976, Seljabraut 76, dags. 26. maí 1978, Seljabraut 78, dags. 18. apríl 1978, Seljabraut 80, dags. 12. október 1976, Seljabraut 82, dags. 10. febrúar 1978, Seljabraut 84, dags. 29. september 1976.
Bætt við lóðina frá Seljabraut 54, 36 ferm.
Lóðin verður 4610 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 20. júlí 2005, samþykkt borgarráðs 11. ágúst 2005 og samþykkt afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 7. október 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.