Þingholtsstræti 3

Verknúmer : BN032917

375. fundur 2005
Þingholtsstræti 3, br. grunnmyndir o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta grunnmyndum til aðlögunar að mælingu lóðar, breyta innréttingum á öllum hæðum, breikka glugga herbergja í kjallara og lækka glugga á inndeginni efstu hæð hótelbyggingarinnar á lóð nr. 3 við Þingholtsstræti.
Umsögn brunahönnuðar dags. 29. nóvember 2005 fylgir eindinu.
Stærð: Hótel var 1118,3 ferm. en verður 1104,3 ferm., var 3671,6 rúmm. verður 3759,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


373. fundur 2005
Þingholtsstræti 3, br. grunnmyndir o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta grunnmyndum til aðlögunar að mælingu lóðar, breyta innréttingum á öllum hæðum, breikka glugga herbergja í kjallara og lækka glugga á inndeginni efstu hæð hótelbyggingarinnar á lóð nr. 3 við Þingholtsstræti.
Stærð: Hótel var 1118,3 ferm. en verður 1104,3 ferm., var 3671,6 rúmm. verður 3759,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.