Unufell 44-50

Verknúmer : BN031760

432. fundur 2007
Unufell 44-50, (fsp) Nr.44-46, glerjun svala
Lagt fram bréf Húseigendafélagsins f.h. Félagsbústaða hf., dags. 30. janúar 2007, eigenda allra íbúða í stigahúsum nr. 44 og 46 á lóðinni Unufell nr. 44-50.
Í erindinu er óskað eftir afstöðu byggingarfulltrúaembættisins til eftirfarandi:
Með vísan til fyrirspurnar nr. 31760 og teikninga og gagna sem fylgdu henni er óskað staðfestingar á því að eigendur stigahúsanna nr. 48 og 50 séu ekki, ef til kemur bundnir þá við sömu hönnun, útfærslu, efni og lit svalaskýla og klæðninga og fyrirhuguð er í stigahúsum Félagsbústaða og þá vitaskuld að fengnu samþykki eigenda með vísan til fjöleignarhúsalaga.

Byggingarfulltrúi getur fallist á að eigendur Unufells 48 og 50 séu óbundnir af þeirri hönnun og útfærslu sem Félagsbústaðir kunna að fá samþykkt að öðru leyti en ákv. gr. 8.2. í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

350. fundur 2005
Unufell 44-50, (fsp) Nr.44-46, glerjun svala
Spurt er hvort leyft yrði að gera svalaskýli á svölum húsanna nr. 44 og 46 á lóðinni nr. 44-50 að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Jafnframt er spurt hvort eigendur íbúða í húsunum nr. 48 og 50 á sömu lóð yrðu skuldbundnir til að nota sömu hönnun.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Komi síðar til umsóknar eigenda húsa nr. 48 og 50 verður samþykki annarra meðeigenda að fylgja þeirri umsókn