Bjarnarstígur 3
Verknúmer : BN029364
342. fundur 2005
Bjarnarstígur 3, viðbygging
Sótt er um leyfi fyrir einnar hæðar viðbyggingu austan og norðan við húsið nr. 3 við Bjarnarstíg. Viðbygging verði byggð úr steinsteypu að hluta og timbri og gleri að hluta, einangruð að innan og klædd með timbri að utan í samræmi við eldri hluta hússins. Viðbygging verði að hluta á næstu lóð (nr. 5 við Bjarnarstíg).
Samþykki lóðarhafa að Bjarnarstíg 1 og 5 fylgir áritað á teikningu.
Stækkun: 30 ferm., 105,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.996
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
297. fundur 2004
Bjarnarstígur 3, viðbygging
Sótt er um leyfi fyrir einnar hæðar viðbyggingu austan og norðan við húsið nr. 3 við Bjarnarstíg. Viðbygging verði byggð úr steinsteypu að hluta og timbri og gleri að hluta, einangruð að innan og klædd með timbri að utan í samræmi við eldri hluta hússins. Viðbygging verði að hluta á næstu lóð (nr. 5 við Bjarnarstíg).
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sækja þarf um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 3 og 5 við Bjarnarstíg.