Suðurhús 7
Verknúmer : BN020112
3484. fundur 1999
Suðurhús 7, Leiðrétting
Á fundi byggingarnefndar þann 14. október s.l., var lögð fram umsókn Magnúsar Smára Kristinssonar þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja útsýnisstofu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 7 við Suðurhús.
Stækkun: 30 ferm., 53 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 1.325
Erindinu fylgdi umsögn Borgarskipulags dags. 23. september 1999.
Byggingarnefnd frestaði erindinu og samþykkti að vísa því til skipulags- og umferðarnefndar til grenndarkynningar. Þau mistök voru gerð við afgreiðslu málsins að í stað bókunar samanber ofangreint var bókað að málið hafi verið samþykkt.