Súðarvogur 4
Verknúmer : BN020074
3484. fundur 1999
Súðarvogur 4, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu fyrir efnislager á suðurhluta lóðar úr stálgrind og samlokueiningum, breyta innra skipulagi og bílastæðum á lóðinni nr. 4 við Súðavog.
Stærð: 289,5 ferm., 2582,1 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 64.553
Bréf hönnuðar vegna undanþáguákvæðis bílastæða, samþykkt borgarráðs vegna bílastæða á lóðinni nr. 4 við Skútuvog, úttekt verkfræðistofu vegna brunahönnunar dags. september 1999 og yfirlýsing hönnuðar vegna vottunar fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun samlokueininga verði skilað fyrir úttekt á botnplötu.
Þinglýsa skal yfirlýsingu vegna undanþágu frá bílastæðareglum.