Mjölnisholt 12

Verknúmer : BN019951

3483. fundur 1999
Mjölnisholt 12, Lagt fram bréf Lögreglunar í Reykjavík
Lagt fram bréf Lögreglunnar í Reykjavík dags. 30. september 1999 vegna hávaða frá Mjölnisholti 12. Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 7. október og bréf fulltrúa húseiganda dags. sama dag.
Málinu fylgja bréf forráðamanns Mjölnisholts 12 dags. 21. þ.m. og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. þ.m. Byggingarfulltrúi leggur til að banni við æfingum hljómsveita verði aflétt, þó með þeim takmörkunum að ekki verði heimilt að æfa eftir kl. 23.00 á kvöldin.
Byggingarnefnd samþykkir að tillögu byggingarfulltrúa með vísan til hljóðmælingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og skoðunar byggingarfulltrúa á húsnæðinu þann 27. október 1999 að aflétta banni við tónlistaræfingum, þó þannig að æfingar fari ekki fram frá kl. 23.00 til kl. 8.00.
Þessi ákvörðun verður til endurskoðunar ef sýnt er fram á að hávaðastig sé annað og meira en fyrrgreind mæling Heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós.
Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


3482. fundur 1999
Mjölnisholt 12, Lagt fram bréf Lögreglunar í Reykjavík
Lagt fram bréf Lögreglunnar í Reykjavík dags. 30. september 1999 vegna hávaða frá Mjölnisholti 12. Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 7. október og bréf fulltrúa húseiganda dags. sama dag.
Frestað.
Með vísan til bréfs byggingarfulltrúa.