Krókháls 5-5F
Verknúmer : BN019532
3478. fundur 1999
Krókháls 5-5F, ris, geymsluhús o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja risloft, eins og samþykkt var 1988, í hús nr. 5F og 5G, byggja áhalda- og vélageymslu undir uppfyllingu vestan við hús nr. 5F, breyta gluggum á norðurhlið millibygginga, leiðrétta skráningu og fjölga um sautján bílastæði á lóðinni nr. 5-5F við Krókháls.
Stærð: Risloft 125,9 ferm., 132 rúmm. fyrir hús nr. 5F, risloft 126,9 ferm., 118 rúmm. fyrir hús nr. 5G, geymsla 403 ferm., 1692,6 rúmm., samtals stækkun 655,8 ferm., 2542,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 63.563
Bréf hönnuðar dags. 3. ágúst 1999 og samþykki meðlóðarhafa (á teikningu) fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.