Borgartún 1A

Verknúmer : BN019286

3475. fundur 1999
Borgartún 1A, Afmá tvær lóðir og gera eina nýja lóð
Ágúst Jónsson skrifstofustj. borgarverkfræðings óskar eftir f.h. Reykjavíkurborgar samþykki byggingarnefndar til að afmá lóðirnar Borgartún 1A og Borgartún 1B, sem báðar eru bráðabirgðalóðir fyrir bílasölu, og mynda nýja lóð Borgartún 1A, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti mælingadeildar Reykjavíkurborgar dags. 16. júní 1999.
Borgartún 1A eldri lóð: Lóðin er 2640 ferm., tekið af lóðinni og lagt til nýrrar lóðar 2442 ferm. Tekið af lóðinni og lagt við óútvísað land, 2 skikar 198 ferm. Lóðin verður 0 ferm., og verður máð úr skrám.
Borgartún 1B eldri lóð: Lóðin er 980 ferm. Tekið af lóðinni og lagt til nýrrar lóðar 980 ferm. Lóðin verður 0 ferm., og verður máð úr skrám.
Borgartún 1A (ný lóð): Frá Borgartúni 1A (bráðabirgðalóð) 2442 ferm. Frá Borgartún 1B (bráðabirgðalóð) 980 ferm. Úr óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar, 3 skikar 1835 ferm. Lóðin verður 5257 ferm. Sjá samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 15. nóvember 1997 og samþykkt borgarráðs 23. desember 1997.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.