Smábýli 18

Verknúmer : BN019218

3475. fundur 1999
Smábýli 18, einbýlishús í einangr.mót
Sótt er um leyfi til að byggja smábýli í landi Móa á Kjalarnesi. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð með sambyggðri bílgeymslu og gróðurskála sem verður smábýli nr. 18A.
Stærðir: Íbúð 181 ferm., bílgeymsla 53, 9 ferm., gróðurskáli 37,9 ferm., samtals 272,8 ferm., 1046,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 26.170
Erindinu fylgir afrit af bréfi umsækjanda og hönnuðar dags. 10. júní 1999 til formanns byggingarnefndar.
Synjað.
Með þremur atkvæðum.
Gunnar L. Gissurarson og Kristján Guðmundsson greiddu atkvæði með málinu.
Meirihluti byggingarnefndar bókaði:
Meirihluti ítrekar fyrri afstöðu sína í málinu og lýsir í raun furðu sinni á því að málið komi óbreytt fyrir í þriðja skipti. Úr því að þessi þráteflisskák er af stað farin er rétt að taka fram hvaða atriði það eru sem meirihluti byggingarnefndar gerir athugasemdir við samkvæmt gr. 77.1 og 8.2 í byggingarreglugerð.
Innra skipulag hússins er með þeim hætti t.d. að ganga þarf í gegnum eldhús, þvottahús og geymslu til þess að komast í gestaherbergi. Heildarbyggingarmagn þ.e. íbúðarhús, bílskúr og gróðurhús eru samfelld þyrping þar sem íbúðarhúsið nær aldrei að rísa upp úr. Snertifletir húsanna eru klaufalega útfærðir þannig að engin húshlið er laus við árekstur bílskúrs eða gróðurhúss. Heildarmyndin er flatneskjuleg og metnaðarlaus.