Klapparstígur 20
Verknúmer : BN019202
3475. fundur 1999
Klapparstígur 20, Íbúðahótel með 9 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhótel með níu íbúðum úr steinsteypu á lóðinni nr. 20 við Klapparstíg. Húsið verði þrjár hæðir auk rishæðar og einangrað og klætt að utan með sléttum og báruðum málmplötum.
Stærð: 1. hæð 168,2 ferm., 2. hæð 152 ferm., 3. hæð 152 ferm., ris 138,7 ferm., 1823,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 45.587
Umsögn Borgarskipulags dags. 21. nóvember 1997 og athugasemdir eigenda Hvefisgötu 35 dags. 27. desember 1997 fylgja erindinu.
Bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. mars 1998 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Óskar Bergsson vék af fundi við umfjöllun málsins.