Frakkastígur 10
Verknúmer : BN018891
89. fundur 1999
Frakkastígur 10 , Endurbyggja geymsluskúr ofl
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja geymsluskúr á baklóð, byggja við 1. hæð á framhúsi, setja skyggni yfir útitröppur og breyta framhúsi til upprunalegs útlits á lóðinni nr. 10 við Frakkastíg.
Stærð: Framhús viðbygging 1. hæð 11 ferm., 29,7 rúmm.,
endurbyggður geymsluskúr 23,4 ferm., 62 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.293
Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 17. desember 1998, umsögn Árbæjarsafns dags. 4. janúar 1999, umsögn Borgarskipulags dags. 7. janúar 1999 og 21. apríl 1999, útskrift úr gerðabók SKUM dags. 27. apríl 1999 og bréf hönnuðar dags. 30. apríl 1999 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.