Suðurgata 3
Verknúmer : BN018761
3470. fundur 1999
Suðurgata 3, Úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. apríl 1999, vegna kærumáls eiganda Suðurgötu 3 á ákvörðun byggingarnefndar frá 12. nóvember 1998 um að skylda kærenda til að rífa timburhús á lóðinni nr. 3 við Suðurgötu innan 30 dags, að viðlögðum dagsektum.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda, Björgvins Kjartanssonar, um að ógilt verði ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 12. nóvember 1998 um að skylda kærenda til þess að rífa skúr á lóðinni nr. 3 við Suðurgötu í Reykjavík. Kærenda skal veittur 45 daga frestur frá móttöku úrskurðar þessa að telja til þess að ljúka verkinu að viðlögðum dagsektum, kr. 20.000 fyrir hvern dag sem verkið kann að dragast fram yfir framangreindan frest. Lagt er fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur að leggja mat á hugsanlega slysahættu, sem kann að vera fyrir hendi eftir niðurrif skúrsins. Verði um slysahættu að ræða skal byggingarnefnd hlutast til um að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til þess að fyrirbyggja hana.
Byggingarfulltrúa falið framhald málsins.