Götuheiti
Verknúmer : BN018757
3470. fundur 1999
Götuheiti, Götuheiti
Byggingarfulltrúi leggur til að höfðu samráði við hafnarstjóra að framlengd gata frá núverandi enda Klettagarða heiti áfram Klettagarðar að Sæbraut á móts við Laugarnesveg.
Að ný gata frá Klettagörðum með legu til norðnorðausturs heiti Skarfagarðar. Að gata milli Sundagarða og Héðinsgötu nú nefnd Vesturgarðar fái aftur heitið Köllunarklettsvegur.
Að götuheitið Héðinsgata haldist á breyttri Héðinsgötu sem nú tengist Klettagörðum.
Málinu fylgir samþykki Kassagerðar Reykjavíkur dags. 15. mars 1999 á breyttu götuheiti.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.