Bröndukvísl 22
Verknúmer : BN018748
3470. fundur 1999
Bröndukvísl 22, Áður gerðar breytingar í kj. ofl.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á húsinu nr. 22 við Bröndukvísl. Breytingarnar varða kjallara, bílastæði og bílskýli ásamt tilheyrandi útlitsbreytingum.
Stækkun: Kjallari 80,3 ferm. og 200,8 rúmm., opið bílskýli 16,6 ferm.
Gjald kr. 2.500 + 5.020
Jafnframt lögð fram bréf eigenda Bröndukvíslar 12 og 16 dags. 20. janúar 1999 vegna óleyfisframkvæmda og bréf umsækjanda dags. 24. febrúar 1999.
Synjað.
Bygging bílskýlis og aðkoma að húsi og lóð að norðanverðu samræmist ekki deiliskipulagi og er því synjað.
Byggingarnefnd gefur umsækjanda 60 daga frest frá móttöku tilkynningar þar að lútandi til þess að rífa bílskýlið og ganga frá lóðamörkum að norðan þannig að öll umferð að lóðinni verði hindruð.
Verði tímafrestur ekki virtur mun byggingarnefnd leggja til að beitt verði ákvæðum 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um dagsektir.
Eftir að umsækjandi hefur lokið þeim aðgerðum sem nefndin krefst skal umsækjandi leggja fram umsókn til byggingarnefndar sbr. 11. og 12. grein fyrrnefndrar reglugerðar þar sem sækja skal um stækkun á íbúð hússins vegna kjallara.