Grafarholt - deiliskipulag
Verknúmer : BN018566
3468. fundur 1999
Grafarholt - deiliskipulag, Tillaga að byggingarskilmálum
Lögð fram tillaga dags. 1999 að byggingarskilmálum vegna athafnasvæðis norðvestan í Grafarholti.
Guðmundur Gunnarsson, arkitekt kynnti tillögu og skilmála.
Byggingarnefnd er samþykk skilmálum fyrir athafnasvæðið, en gerir þá tillögu, til þess að ná fram þeim markmiðum sem þar eru sett, að höfundar deiliskipulagsins gefi umsögn til byggingarnefndar um hús og lóð þegar sótt er um byggingarleyfi. Jafnframt verði lóðarhöfum gert skylt að gera og skila þarfagreiningu sbr. 30. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 ásamt byggingarlýsingu áður en hönnun hefst. Þarfagreining og byggingarlýsing skal yfirfarin á fundi með byggingarfulltrúa, skipulagshöfundum og lóðarhöfum. Byggingarfulltrúi skal árita til staðfestingar þarfagreiningu og byggingarlýsingu að uppfylltum skilyrðum.