Áland 1
Verknúmer : BN018212
3465. fundur 1999
Áland 1, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús og stakstæðan bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa gamlan óíbúðarhæfan sumabústað á lóðinni, fastanr. 203-6572.
Stærð: Íbúðarhús 1. hæð 111,6 ferm., 2. hæð 80 ferm., samtals 191,6 ferm., 684,8 rúmm., bílskúr 28 ferm., 83,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 19.208
Bréf umsækjanda dags. 5. janúar og 20. janúar 1999, samþykki nágranna dags 6. janúar 1999 og umsögn Árbæjarsafns dags. 7. september 1998 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
3464. fundur 1999
Áland 1, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús og stakstæðan bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa gamla húsið á lóðinni.
Stærð: Íbúðarhús 1. hæð 111,6 ferm., 2. hæð 80 ferm., samtals 191,6 ferm., 684,8 rúmm., bílskúr 28 ferm., 83,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 19.208
Bréf umsækjanda dags. 5. janúar 1999, samþykki nágranna dags 6. janúar 1999 og umsögn Árbæjarsafns dags. 7. september 1998 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.